Leggur heiminn að vörum þér

Velkomin á ráðningarvef Kaffitárs. Ef þú vilt slást í för með okkur þá ertu á réttum stað. Til að leggja inn umsókn smellir þú á viðkomandi ráðningarbeiðni hér til vinstri undir störf í boði.

Kaffitár leggur áherslu á gæði og ferskleika og framleiðir og selur einungis úrvalskaffi.

Við kaupum beint frá býli til að stuðla að því að við fáum besta kaffi sem mögulegt er og að bændur fái sanngjarnt verð fyrir vöru sína.

Ástríða Kaffitárs snýr að því að leita að bestu úrvalsbaunum veraldarinnar og færa þennan útvalda hluta að vörum viðskiptavinarins.

Gildin fjögur sem Kaffitár vinnur eftir eru ástríða, sérfræðiþekking, alúð og fjölmenning.

Vissir þú?

Að brenna kaffi er list. Þó við notum nútíma tækni til að aðstoða okkur er Ragnheiður brennslumeistari alltaf við stjórn. Hún hlustar, lyktar og horfir á baunirnar í ofninum, því hver kaffitegund hefur sín sérkenni. Daglega brennir hún í litlum og stórum skömmtum, sem tryggir að þú fáir alltaf nýbrennt kaffi. Hlutverk brennslumeistarans er því mjög mikilvægt, og næmni hans getur gert gott kaffi jafnvel enn betra.

right content
 • Störf í boði
  • Kaffitár, kaffihús Reykjavík
   • Engin laus störf

  • Kruðerí Kaffitárs
   • Engin laus störf

  • Út í bláinn, Perlunni
   • Engin laus störf

  • Kaffitár Reykjanesbæ
   • Engin laus störf

  • Kaffitár, sölu-og þjónustusvið
   • Engin laus störf