Sumarstörf á kaffihúsum Kaffitárs - Reykjavík

Vantar þig vinnu í sumar og hefur áhuga á kaffi? Við getum bætt við okkur starfsfólki í helgarstörf, fullt starf og afleysingar virka daga/helgar í sumar á kaffihús okkar í Reykjavík.

Einnig er möguleiki á áframhaldandi starfi í vetur, bæði fullt starf og með skóla.

  • Störfin felast í sölu og framreiðslu á kaffidrykkjum, veitingum, úrvalskaffi og kaffivörum.
  • Við leitum að einstaklingum sem hafa áhuga á sölu og þjónustu og brennandi ástríðu fyrir kaffi.

Starfsmenn munu fá starfsþjálfun og kennslu í fagi kaffibarþjónsins.

 

Vinsamlegast skilið inn ferilskrá ásamt því að fylla út umsókn.

Góð íslenskukunnátta er skilyrði. 

Nánari upplýsingar veitir Lilja Pétursdóttir í síma 420-2722.

 

Umsóknarfrestur er til 31.maí 2017

Deila starfi